Skilmálar

Greiðslur

Hægt er að greiða með helstu greiðslukortum í gegnum örugga greiðslugátt Verifone eða netgíró.

Einnig er hægt að millifæra ef þess sé þess óskað. 

Afhending

Allar vörur er hægt að sækja hjá innrammaranum á þeirra opnunartíma. Rauðarárstígur 41, 105 Reykjavík.  Ef valið er að sækja eru það oftast 1-3 virkir dagar og sending tekur 2-5 virka daga

Póstburðargjald:
Sækja - 0 kr.
Heimsending - 1640 kr.
Pósthús, pakkaport eða póstbox - 1300 kr.
a.t.h að póstburðargjald leggst ofan á verð. 

Rafrænar vörur:

Vörur birtast á skjánum í formi niðurhals um leið og greiðslu er lokið. Einnig eru vörur sendar með tölvupósti á það netfang sem gefið er upp eftir að greiðsla hefur verið staðfest. A.t.h að 1 stk af rafrænni vöru er eitt niðurhal.

 

Eignar og höfundaréttur

Allar vörur eru hönnun og eign hjartaprents. Öll afritun myndefnis af www.hjartaprent.is og öðrum miðlum hjartaprents er óheimil.

Skilaréttur

Rafrænum vörum fæst hvorki skilað né skipt. 

Persónugerðum vörum og sérspöntunum fæst hvorki skilað né skipt.


öðrum vörum er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu gegn framvísun á greiðslukvittun. Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Innsigli má ekki vera rofið. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er varan endurgreidd að fullu innan 14 daga. 


Ef meira en 14 dagar eru frá vörukaupum getur kaupandi skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur og kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist til okkar.


Sé gallaðri vöru skilað er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við meðfylgjandi sendingarkostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum vöruna ef þess óskast.

 

Persónuupplýsingar

Fullum trúnaði er heitið og upplýsingar sem viðskiptavinir gefa upp verða ekki undir neinum kringumstæðum afhendar þriðja aðila.

 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.