Um hjartaprent

hjartaprent er íslensk vefverslun með annarsvegar tilbúin og persónugerð kort og veggspjöld með frumsömdum ljóðatexta. 

hinsvegar rafbækur og hefti til niðurhals.  (sjá nánari lýsingu fyrir neðan) 

hjartaprent er með íslenska hönnun og framleiðslu.

Hægt er að persónugera kortin/veggspjöldin með nafni og dagsetningu til þinna nánustu. Einnig er hægt að óska eftir sérpöntun á ljóðatexta.

Ég Ingibjörg hanna plakötin og ljóðin eru öll upprunalega samin persónulega frá mér til barnanna minna, unnusta, nánustu ættingja og vina og þykir mér afar vænt um þau.

Hugmyndin er að geta gefið fallega persónulega gjöf, fullkomið tækifæri til þess að senda dýrmæta kveðju frá hjartanu með fallegum orðum og vonandi segja ljóðin einmitt það sem þú villt segja.

Mér hefur alltaf þótt alveg einstaklega gaman af því að gera persónulegar gjafir, sérstaklega þegar ég var yngri þá dundaði ég mikið við það, bæði skrifaði texta, ljóð og myndabækur en eftir að ég eignaðist börn þá var minni tími til þess að nostra við gjafir og þá fór ég að skrifa meira. 

Ég verð með rafbækur og hefti sem er aðallega efni fyrir börnin. Fjölskyldur, skólar, íþróttafélög og allir aðstandendur barna geta vonandi nýtt sér efnið. Ég er spennt að deila með ykkur í formi rafbóka sem er einfalt að niðurhala í tölvu, síma og einnig hægt að prenta út. Fyrsta varan sem ég deili með ykkur er páskabók. Á döfinni eru m.a leiðarvísar, hreyfispil ofl.